
Tilkynning Krambúð
Krambúð hefur ákveðið að leggja af heimsendingarþjónustu með Wolt. Tilraunir hafa staðið yfir í nokkurn tíma og í ljós hefur komið að þessi þjónusta stendur ekki undir sér. Fimmtán verslanir á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Reykjanesbæ og á Selfossi hafa sent heim með Wolt til þessa en frá og með 18.júlí 2025 verður sú þjónusta ekki lengur í boði. Krambúðin þakkar þeim viðskiptavinum sem hafa nýtt sér þjónustuna og vonast til að sjá þá í verslunum vítt og breitt um landið.