Skip to main content
All Posts By

Rakel Másdóttir

Krambúðin hættir að senda heim

By Fréttir

Tilkynning Krambúð

Krambúð hefur ákveðið að leggja af heimsendingarþjónustu með Wolt. Tilraunir hafa staðið yfir í nokkurn tíma og í ljós hefur komið að þessi þjónusta stendur ekki undir sér. Fimmtán verslanir á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Reykjanesbæ og á Selfossi hafa sent heim með Wolt til þessa en frá og með 18.júlí 2025 verður sú þjónusta ekki lengur í boði. Krambúðin þakkar þeim viðskiptavinum sem hafa nýtt sér þjónustuna og vonast til að sjá þá í verslunum vítt og breitt um landið.