Við í Samkaupaliðinu getum verið stolt af þeim árangri sem við náðum árið 2024.
Árs- og samfélagsskýrsla Samkaupa 2024

Ávarp stjórnenda
Samkaup reka yfir 60 verslanir um allt land undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Starfsmannahópur Samkaupa er stór en samheldinn. Eitt af okkar helstu markmiðum er og verður alltaf að það sé eftirsóknarvert að starfa hjá Samkaupum og þar af leiðandi er lögð mikil áhersla á að starfsfólki líði vel í vinnunni, það vaxi og dafni bæði í leik og starfi. Við megum vera stolt af þeim árangri sem við höfum náð á þessu sviði síðustu ár. Við rekum öfluga menntastefnu, frábæra velferðarþjónustu, sem sniðin er að þörfum hvers og eins og störfum eftir jafnréttistefnu sem skarar fram úr.
Lykillinn að velgengni í þessum málum hefur verið náið samtal og samskipti innan hópsins þar sem starfsfólk allra sviða tekur þátt í að þróa og bæta starfsumhverfi sitt. Það var ómetanlegt að hitta stóran hóp af okkar fólki á Samkaupadeginum í mars 2024 þar sem starfsfólk kom með tillögur að því hvernig við getum gert enn betur í að skapa góðan vinnustað og aukið skilvirkni og árangur hjá okkur á öllum vígstöðum. Það verður aldrei of oft sagt að mannauðurinn er okkar helsti styrkur og við ætlum að halda áfram að stuðla að góðum samskiptum við allt fólkið okkar, fyrir fyrirtækið allt.
Við erum stolt af heildstæðri nálgun fyrirtækisins á menntun verslunarfólks og þróun námsleiða.
Umhverfið skiptir máli
Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess þau umhverfisáhrif sem óhjákvæmilega fylgja starfsmenn okkar, sérstaklega í smásölugeiranum þar sem úrgangsmyndun er umtalsverð. Árið 2024 höfum við náð góðum árangri í að fylgja eftir öllum einingum í úrgangsflokkun og haldið áfram vegferð okkar að gefa til baka, til samfélagsins.
Með röð stefnumótandi inngripa og nýstárlegum lausnum höfum við dregið gífurlega úr sóun, endurnýtt og endurunnið efni sem fellur til, sem ekki aðeins samræmast bestu starfsvenjum okkar heldur setja einnig ný viðmið fyrir samfélagið. Við megum vera stolt af þessu og vera spennt fyrir því sem fram undan er. Allt frá því að gera auknar kröfur til okkar birgja og frumframleiðenda er varðar sjálfbærni, þjálfun starfsfólks til að stuðla að betri vitund, endurmörkun á viðmiðum okkar og samstarfsaðila þegar kemur að flokkun sorps og ný viðmið í matarsóun sem stuðlar að aukinni hringrás í samfélaginu.
Höldum áfram!
Á síðasta ári við opnuðum verslun og uppfærðum eina verslun þar sem áherslan var á að gera þær verslanir eins umhverfisvænar og mögulegt er. Í júní 2024 varð Iceland Seljabraut að Nettó verslun og í desember opnaði ný og glæsileg verslun Nettó við Eyrarveg. Í báðum þessum verslunum er kælikerfið knúið af koltvísýringi (CO₂) í stað annarra óumhverfisvænni kælimiðla. Umhverfissjónarmið verða áfram höfð að leiðarljósi þegar nýjar verslanir opna og þegar við uppfærum eldri verslanir.
Á landsvísu hefur Nettó vakið athygli fyrir framtak sitt gegn matarsóun ásamt farsælu samstarfi við Hjálpræðisherinn sem hefur það markmið að nýta matvæli enn betur. Fleiri samstarfsaðilar um land allt hafa bæst í hópinn og við höfum fundið mikinn meðbyr í þessari vegferð okkar. Nettó leggur auk þess áherslu á að bjóða neytendum upp á úrval af umhverfisvænum og lífrænum vörum.
Þegar þú skoðar þessa samfélagsskýrslu finnur þú ýtarlegri skýringar á þeim sértæku ráðstöfunum sem við höfum innleitt, þeim áskorunum sem við höfum sigrast á, þeim árangri sem við höfum náð og viðleitni okkar að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Við teljum að þetta framtak sé til marks um mikilvægi okkar framlags til ábyrgra viðskiptahátta og áframhaldandi stefnu að sjálfbærri framtíð.
Það er margt spennandi á döfinni hjá Samkaupum árið 2025. Á sama tíma og við þökkum öllum okkar viðskiptavinum, samstarfsaðilum og starfsfólki fyrir samfylgdina í okkar vegferð síðasta árið hlökkum við til þess sem koma skal og hvetjum ykkur öll til að fylgjast með!

Gunnar Egill Sigurðsson
Forstjóri
Heiður Björk Friðbjörnsdóttir
Framkvæmdarstjóri fjármála- og rekstrarsviðs
Gunnur Líf Gunnarsdóttir
Framkvæmdarstjóri verslunar- og mannauðssviðs
Hallur Heiðarsson
Framkvæmdarstjóri innkaupa- og vörustýringarsviðs
Um Samkaup
Eftirsóknarverður vinnustaður
Markmið Samkaupa er og verður alltaf að vera góður og eftirsóknarverður vinnustaður þar sem áhersla er lögð á jákvæða og heilbrigða menningu, aukið jafnrétti og opin samskipti, sterka liðsheild þvert á vörumerki félagsins, tækifæri starfsfólks til aukinnar menntunar, fræðslu og starfsþróunar og góða og heiðarlega upplýsingamiðlun. Fyrirtækjamenning Samkaupa stuðlar að því að allt starfsfólk fái tækifæri til að þroskast, bæði persónulega og í starfi. Hjá Samkaupum er lögð áhersla á að öll séu metin að verðleikum og njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum. Sú vinna sem hefur verið unnin í átt að eftirsóknarverðum vinnustað og auknu jafnrétti hefur svo sannarlega skilað sér en árið 2021 hlaut Samkaup til að mynda. Hvatningarverðlaun jafnréttismála í tveimur flokkum af þremur. Árið 2020 hlutu Samkaup Menntasprota atvinnulífsins árið 2020 og Menntaverðlaun atvinnulífsins árið 2022.
Umhverfis- og samfélagsstefna Samkaupa hefur þróast og þroskast á síðustu árum en Samkaup voru meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum árið 2015. Frá þeim tíma hefur áhersla á málaflokkinn vaxið. Samkaup hafa sett sér enn skýrari stefnu, ásamt markmiðum í umhverfismálum jafnt sem samfélagslegum þáttum, sem er órjúfanlegur hluti af heildarstefnu félagsins.
Það er stefna Samkaupa að huga að sjálfbærni og hringrásarhagkerfinu og fylgja þeim lögum og sáttmálum sem sett hafa verið.
Framtíðin ræðst að miklu leyti af stefnu stjórnvalda og ríkja í umhverfismálum. Samkaup munu leggja sitt af mörkum til að stuðla að bættum umhverfis- og samfélagsmálum.
Framkvæmdastjórn og stjórn Samkaupa hafa skuldbundið sig í allri stefnumótun til að fylgja umhverfis- og samfélagsstefnu félagsins í aðgerðaáætlun til ársins 2028.
Gildi Samkaupa: Kaupmennska, áræðni, sveigjanleiki og samvinna eru hornsteinar í starfi Samkaupa og eru leiðarljós í að gera Samkaup að framúrskarandi fyrirtæki.
Samkaup í tölum

Hápunktar ársins




Stefnumótun og þátttaka starfsfólks
Samkaup leggja mikla áherslu á aðkomu starfsfólks í allri stefnumótun félagsins og að upplýsingaflæði til allra sé gott. Áhersla er lögð á að starfsfólk hafi umhverfi og samfélagið í huga í daglegum störfum og fylgi umhverfis- og samfélagsstefnunni án undantekninga.
Þetta er meðal annars gert með eftirfarandi leiðum:
Samkaupadagurinn var haldinn í fyrsta skipti á Hótel Hilton árið 2019 með þátttöku 300 starfsmanna sem ræddu gildi fyrirtækisins og hvernig þau endurspeglast í starfseminni. Fólk miðlaði reynslu sín á milli, fór yfir áherslur í samfélagsmálum, jafnréttismálum o.fl. Á Samkaupadeginum árið 2022 var sérstök áhersla lögð á jafnrétti. Árið 2024 var Samkaupadeginum varið í að fara yfir verkefnalistann sem var unninn á Samkaupadeginum 2022, farið var yfir stöðuna á verkefnum sem þarf voru listuð upp og útkoma þeirra sem búið var að ljúka við skoðuð. Í kjölfar þeirrar umræðu var kallað eftir nýjum hugmyndum frá starfsfólki að frekari þróun á þjónustustigi og rekstri verslananna. Aftur mættu rúmlega 300 starfsmenn Samkaupa, úr öllum stigum fyrirtækisins og áttu saman góðar og afkastamiklar samræður.
Stefnumótunardagur verslunarstjórnenda er haldinn tvisvar sinnum á ári. Báðir dagar voru vel sóttir árið 2024 og vel varið í fræðslu til verslunarstjórnenda, upplýsingagjöf og stefnumótunarvinna þar sem verslunarstjórar voru virkir þátttakendur í umbótarvinnu og stefnumarkandi umræðum um dagleg störf sín og rekstur verslanna Samkaupa.

Mannauður Samkaupa
Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um starfsfólk Samkaupa.

Jafnrétti
Jafnrétti á vinnustaðnum og jafnrétti í samfélaginu hafa verið sérstök áhersluverkefni hjá Samkaupum síðustu ár. Framkvæmdastjórn Samkaupa hefur skuldbundið sig í allri stefnumótun að stuðla að auknu jafnrétti og samþykkt jafnréttisáætlun fyrirtækisins sem er hluti af mannauðsstefnu félagsins. Framkvæmdastjórn Samkaupa hefur samþykkt jafnréttisáætlun, sem er í samræmi við lög nr. 10/2008, nr. 86/2018, nr. 80/2019, sem og önnur lög, reglur og kröfur er snerta jafnréttismál og gilda á hverjum tíma fyrir sig.

Stefna Samkaupa í jafnréttismálum
Samkaup leggja áherslu á jafnrétti kynjanna og að nýta til jafns styrkleika allra kynja þannig að hæfileikar, kraftar og færni alls starfsfólks fyrirtækisins njóti sín sem best. Með jafnréttisáætlun Samkaupa hafa stjórnendur skuldbundið sig til að leggja áherslu á jafnrétti þar sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu.
Samkaup greiða starfsfólki af öllum kynjum jöfn laun og bjóða sömu kjör fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.
Samkaup bjóða jafnan aðgang að störfum ásamt jöfnum tækifærum til framgangs í starfi, óháð kyni, kynhneigð, þjóðerni eða fötlunar.
Samkaup bjóða starfsfólki sömu tækifæri til að þróast í starfi með starfsþjálfun, menntun og fræðslu, óháð kyni, kynhneigð, þjóðerni eða fötlunar.
Samkaup leggja áherslu á að vera fjölskylduvænn vinnustaður þar sem hægt er að samræma skyldur fjölskyldu og atvinnulífs.
Samkaup líða ekki kynbundna eða kynferðislega áreitni, einelti eða ofbeldi á nokkurn hátt. Hjá Samkaupum er lögð áhersla á að allt starfsfólk sé metið að verðleikum og njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum. Starfsfólki er ekki mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar eða þjóðernis, kynhneigðar, aldurs, trúar, fötlunar, skoðana eða annarra þátta. Árlega rýna stjórnendur stefnuna ásamt jafnréttisáætlun, jafnréttismarkmiðum og vinna að stöðugum umbótum.
Samkaup leggja mikla áherslu á að vera fjölbreyttur vinnustaður þar sem allt starfsfólk er metið að verðleikum. Haustið 2021 var farið í sérstakt átak til að varpa ljósi á hvar fordómar geta legið og skapa fordómalaust umhverfi innan Samkaupa, fyrir allt starfsfólk og aðra sem að vinnustaðnum standa. Átakið fól meðal annars í sér samstarf við Samtökin ’78, Þroskahjálp og Mirru, rannsókna- og fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk, um fræðslu fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Samstarfsamningar við þessi samtök voru endurnýjaðir og voru í gildi allt árið 2024 þar sem Samkaup gat leitað til þeirra jafnframt fyrir fræðslu og úrlausn mála sem óhjákvæmilega koma upp í jafn stóru fyrirtæki og Samkaup er.
Vottun jafnréttisstefnu
Samkaup endurnýjuðu jafnréttisáætlun sína í október 2024. Samtímis vottaði Jafnréttistofa útvíkkaða jafnréttisstefnu Samkaupa sem félagið byrjaði að vinna eftir árið 2022. Samkaup fengu fyrirmyndareinkunn og er jafnréttisstefna Samkaupa þar með vottuð til loka árs 2028.
Jafnlaunavottun
Þegar heildarfjöldi stjórnenda er skoðaður út frá kynjahlutföllum er jafnvægi á milli kynja mjög gott, 48% karlar og 52% konur. Stærsti hópur stjórnenda félagsins eru verslunarstjórar sem eru 61 talsins. Þegar litið er á kynjaskiptingu verslunarstjóra er jafnvægi gott: 36% karlar, 62% konur og 2% kynsegin. Þá hefur verið lögð áhersla á að fjölga konum í efsta stjórnendalagi félagsins sérstaklega og í dag er 67% framkvæmdastjóra kvenkyns.
Árið 2018 hlaut félagið jafnlaunavottun án athugasemda og fór félagið í gegnum sjöttu úttektina á jafnlaunakerfinu í október 2024 án athugasemda. Félagið hefur fengið hrós fyrir skilvirkt og gott kerfi sem er að skila markvissum árangri. Aðgerðir síðustu ára hafa skilað því að launamunur er vart mælanlegur eða 0,1%.

Velferðarþjónustan
Velferðarþjónustu Samkaupa er ætlað að stuðla að auknum lífsgæðum starfsfólks og að Samkaup bjóði upp á þjónustu til að takast á við óvænt áföll og erfiðleika ásamt því að auka ánægju og öryggi alls starfsfólks. Velferðarþjónustan tryggir að starfsfólk og nánustu ættingjar þeirra geti leitað aðstoðar hjá breiðum hópi fagaðila vegna persónulegra mála sér að kostnaðarlausu og án milligöngu stjórnenda fyrirtækisins. Kara connect hefur umsjón með velferðarþjónustunni fyrir Samkaup.
Starfsfólki býðst að meðaltali 3 klukkustundir í þjónustu á ári sem það getur ráðstafað en hámarksaðstoð til einstaks starfsmanns getur numið allt að 6 klukkustundum á ári. Eftirfarandi þjónustuþættir standa starfsfólki Samkaupa til boða:


Menntun og fræðsla
Samkaup eru leiðandi í menntun og fræðslu á meðal fyrirtækja á Íslandi og hefur fyrirtækið sett sér markvissa stefnu í að leggja aukna áherslu á formlegar menntunarleiðir innan verslunar og þjónustu. Samkaup hefur ráðið Drífu Lind Harðardóttur í nýja stöðu fræðslustjóra á mannauðs- og verslanasviði fyrirtækisins. Drífa mun stýra og þróa fræðslu- og þjálfunarmálum fyrirtækisins, ásamt því að veita starfsfólki stuðning í daglegum störfum.
Samkaup leggja ríka áherslu á að styðja starfsfólk sitt áfram til starfsþróunar og er eitt af meginmarkmiðum fyrirtækisins að starfsfólk Samkaupa fái tækifæri til að stunda nám samhliða vinnu sem opnar á möguleika til frekari starfsþróunar innan fyrirtækisins og utan þess.
Markmið Samkaupa þegar kemur að fræðslu og menntun starfsfólks eru:
- Að bæta hæfni og færni starfsfólks í kaupmennsku, þjónustu og verslunarrekstri.
- Að efla framkomu og þjónustulund starfsfólks við viðskiptavini Samkaupa.
- Að fyrirtækið styrki einstaklinginn til starfsþróunar.
- Að auka starfsánægju og jákvætt viðhorf starfsfólks.
- Að efla menntunarstig starfsfólks Samkaupa til framtíðar.
- Að gera Samkaup að eftirsóttum vinnustað sem styður fólk áfram til framtíðar.
Samkaup hafa átt gott samstarf bæði við Háskólann á Bifröst og Verzlunarskóla Íslands.
Samstarfið við Verzlunarskólann er tvíþætt. Annars vegar hefur nemendum sem stunda nám við skólann gefist tækifæri á að taka sitt starfsnám hjá Samkaupum og hins vegar gefst starfsfólki Samkaupa kostur á að skrá sig í Verslunarfagnám við skólann. Alls hafa 24 starfsmenn Samkaupa útskrifast úr Verslunarfagnáminu.

Þær Bergrún Ósk Ólafsdóttir verkefnastjóri umhverfis og samfélags og Sandra Björk Bjarkadóttir mannauðs- og jafnréttissérfræðingur hjá Samkaupum héldu utan um og kenndu valáfanga í Verzlunarskólanum. Námsáherslurnar voru annars vegar á umhverfismál, m.a. sorpflokkun og hvernig hægt sé að gera hana „töff“ og meira áberandi í verslunum Samkaupa og hinsvegar greining á núverandi upplifun ungs starfsfólks af vinnuumhverfinu, m.a. hvar tækifærin liggja til að bæta upplifun þeirra í starfi.


Samkaup ætla að vera leiðandi í umhverfis- og samfélagsmálum á smásölumarkaði. Samkaup leggja áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni og nýta auðlindir eins og kostur er. Samkaup leggja einnig áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri starfseminni sem endurspeglar metnað fyrirtækisins til að vera traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Áhersla á samfélagið og umhverfið nær til allrar starfseminnar. Lög og reglur í umhverfismálum eru uppfylltar á öllum starfsstöðvum.
Samkaup ætla að vera fremst allra verslunarfyrirtækja á Íslandi til að:

Umhverfislegur ávinningur:

Samfélagslegur ávinningur

Fjárhagslegur ávinningur

Flokkun úrgangs

Árangur í umhverfismálum


Aðgerðir í umhverfismálum
Á árinu 2024 tók Bergrún Ólafsdóttir, verkefnastjóri umhverfis og samfélags hjá Samkaupum, þátt í starfi Akkeris, nýjum ráðgefandi hópi á vegum Umhverfisstofnunnar. Þessi ráðgefandi hópur hafði það hlutverk að styðja við starfshópinn Saman gegn sóun sem hefur það að markmiði að að endurskoða stefnu stjórnvalda um úrgangsforvarnir og draga úr úrgangslosun í samfélaginu.
Jafnframt hefur Bergrún Ólafsdóttir á árinu séð um að leiða samstarf Samkaupa og Pure North sem felur í sér heildstæða ráðgjöf í úrgangsstjórnun samhliða eftirfylgni með umhverfismarkmiðum Samkaupa og verslana fyrirtækisins: Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland

Samstarf við Pure North
Samkaupa hefur gert samning við Pure North um samstarf í úrgangsmálum. Eitt af verkefnunum er að innleiða bætta meðhöndlun á lífrænum úrgangi sem fellur til í verslunum. Farvegir fyrir lífrænan úrgang eru fáir á Íslandi og oft langar vegalengdir sem þarf að keyra með úrganginn. Jarðgerðarvélar Pure North leysa þennan vanda af hólmi þar sem úrgangurinn er unninn á staðnum og notaður síðan í nærumhverfinu, þar sem næringarefnum er skilað aftur inn í náttúrulega hringrás.
Fyrsta jarðgerðarvélin var sett upp við verslun Krambúðarinnar í Mývatnssveit sumarið 2024. Á sama tíma var gengið frá samkomulagi við Skóla- og leikskólasvið Reykjahlíðar um að nemendur á svæðinu nýti jarðveginn í ræktun á grænmeti og til uppgræðslu á sínu nærumhverfi. Tilraun með þessa fyrstu jarðgerðarvél gekk svo vel að nú hafa verið settar upp 9 vélar og tilkynnt hefur verið um uppsetningu á minnst 10 jarðgerðarvélum til viðbótar við verslanir Kjör- og Krambúðanna víðs vegar um landið. Vélarnar breyta lífrænum úrgangi í jarðvegsúrgang á aðeins einum sólarhring og allur jarðvegurinn sem kemur úr vélinni verður nýttur í nærumhverfinu.

Innleiðing Úlla
Stærsta skrefið í samstarfinu við Pure North hingað til var innleiðing á úrgangsstjórnunarkerfinu Úlla sem heldur utan um alla frammistöðu Samkaupa í úrgangsmálum er varðar flokkun, kostnað og magn úrgangs. Úlli gefur ítarlegar og haldbærar upplýsingar um hvar helstu tækifæri til umbóta liggja, kemur í veg fyrir kostnaðarleka og gefur heildstæða yfirsýn yfir málaflokkinn. Gögn úr Úlla sýna t.d. aukna flokkun en flokkunarhlutfall hækkaði upp fyrir 60% árið 2023. Gögnin sýna einnig hvaða verslun stóð sig best á árinu.
Grænir fyrirliðar
Grænir fyrirliðar auka umhverfisvitund innan Samkaupa og hvetja starfsfólk á hverri starfsstöð til að taki aukna ábyrgð. Þeir eru boðberar þekkingar og fræðslu á því að hvernig hver starfsstöð getur orðið eins sjálfbær og mögulegt er. Græni fyrirliðinn er einn af hlekkjunum í ferli okkar að fullkominni hringrás á landsvísu og jákvæð fyrirmynd innan starfshópa Samkaupa.
Kröfur til samstarfsaðila
Við kaup á vörum á þjónustu er tekið mið af umhverfis- og samfélagsstefnu Samkaupa og gerðar skýrar kröfur til birgja og undirverktaka um að þeir fylgi henni. Á það einnig við um þeirra birgja og undirverktaka. Stöðugt er unnið að umbótum á grundvelli stefnunnar til að bæta árangur markvisst.
Hringrás alla leið
Samkaup stuðla að aukinni hringrás afurða í verslunum og minni sóun með ítarlegri flokkun sorps. Þannig minnkar kolefnissporið markvisst á hverju ári. Hugað er sérstaklega að flutningsleiðum á vörum og sorpi til og frá verslunum og starfsstöðvum Samkaupa. Virðiskeðja frá vöruhúsi til afhendingar til viðskiptavinar er teiknuð upp og betrumbætt.
Vöktun umhverfisþátta
Fyrsta heila árið sem umhverfisbókahaldið nær yfir er 2019. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en árið 2020 lækkaði kolefnisspor fyrirtækisins um 11% samanborið við 2019. Árið 2021 var svo lyft grettistaki þegar kolefnisspor fyrirtækisins lækkaði um 27% frá fyrra ári þrátt fyrir að þrjár nýjar verslanir opnuðu árið 2020. Árið 2022 lækkaði kolefnissporið um 11% en um 6% árið 2023.
Við áttum okkur á því að starfsemi okkar hefur neikvæð áhrif á umhverfið beint og óbeint. Aðgerðir okkar miða að því að lágmarka þessi áhrif og fara í mótvægisaðgerðir.
Heitavatnsnotkun er að mestu áætluð því ekki er hægt að styðjast við staðfest raungögn. Gert er ráð fyrir að hún hafi staðið í stað á milli ára.
Kolviður og Opnir skógar
Samkaup undirrituðu samning við Kolvið árið 2020 til að kolefnisjafna starfsemi félagsins hvert ár. Markmið samningsins er að binda kolefni (CO₂) sem fellur til vegna starfsemi Samkaupa hf. Kolefnisbindingin á sér stað í gróðri og jarðvegi með landgræðslu og skógrækt sem Kolviður hefur umsjón með.
Árið 2024 endurnýjuði Nettó samning sinn við Skógræktarfélag Íslands um Opna skóga. Nettó hefur verið stuðningsaðili að Opnum skógum um árabil enda fellur verkefnið vel að umhverfisstefnu fyrirtækisins.Markmiðið með samstarfinu er að bæta aðstöðu og auka aðgengi að opnum skógræktarsvæðum í alfaraleið og miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu svo almenningur geti nýtt sér skóga til áningar, útivistar og heilsubótar.
Núna má finna sautján skógarsvæði víðs vegar um landið undir merkjum Opins skógar og Nettó. Komið hefur verið upp útivistaraðstöðu, skógarstígum, merkingum og leiðbeiningum á svæðinu. Skógarnir ættu að vera auðþekkjanlegir landsmönnum á ferð þeirra um landið, en við þá alla blakta bláir Nettófánar.

Umhverfisvænni verslanir Samkaupa
Smám saman verða allar verslanir Samkaupa umhverfisvænni. Þegar verslun er gerð upp eða ný verslun opnar eru öll tæki og öll starfsemi skipulögð með Grænu skrefin í huga. Kælikerfi er knúið koltvísýringi í stað annarra kælimiðla sem eru slæmir fyrir umhverfið. Öll kælitæki eru lokuð til að spara orku og lýsingin er með LED-perum.
Eftirfarandi verslanir eru orðnar umhverfisvænni:
- Nettó Krossmóa
- Nettó Mosfellsbæ
- Nettó Selhellu
- Nettó Engihjalla
- Nettó Grindavík
- Nettó Glerártorgi
- Krambúðin Urriðaholti
- Nettó Eyrarvegi
- Nettó Seljabraut
Árið 2025
- Nettó Glæsibæ
Endurvinnsluhlutfall hækkar stöðugt
Á hverju ári er flokkunarárangur Samkaupa skoðaður og er ávallt spennandi að sjá hvernig flokkun hefur gengið. Fyrirtækið vill vera leiðandi í umhverfismálum á smásölumarkaði og starfsfólk hefur metnað fyrir því að ná árangri í flokkun.
Markmið okkar er að halda almennu sorpi í algjöru lágmarki og við setjum okkur markmið um að auka flokkunarhlutfall á milli ára. Flokkunarmarkmið ársins 2022 var að ná 50% endurvinnsluhlutfalli í öllum verslunum. Hjá Samkaupum í heild var hlutfallið árið 2023 var 62,1% en áruð 2024 76% í heild sinni.
Nettó Glerártorgi náði besta árangri í flokkun áríð 2024 eða 85%.
Mælanlegur flokkunarárangur
Íslenska gámafélagið (ÍGF) hefur fylgst með magntölum og flokkunarárangri Samkaupa undanfarin ár og metið árlega. Teknar eru saman magntölur helstu úrgangsflokka og bornar saman við fyrri ár. Með þessum samanburði er hægt að fá heildaryfirsýn, greina það sem vel gengur og fara yfir mögulegar úrbætur á því sem mætti betur fara.
Þeir úrgangsflokkar sem sóttir eru til Samkaupa og skoðaðir sérstaklega eru: Almennt sorp (blandaður úrgangur), lífrænn úrgangur og bylgjupappi. Árið 2023 var heildarmagn þessa úrgangsflokka 1.816 tonn og lækkaði það um 289 tonn á milli ára.
Minnkuðum blandaðan úrgang um 40,6% lækkun á magni eða sem samsvarar 15 stk af 40 feta gámum á heildarúrgangsmagni á öllu tegundi sorps.
Þróun magns í helstu úrgangsflokkum
Magn almenns sorps var 761 tonn og hefur lækkað um tæp 197 tonn frá árinu áður. Af heildarmagni almenns sorps sem ÍGF sótti frá verslunum Samkaupa voru 391 tonn sem fóru í brennslu til orkunýtingar í Evrópu, eða 51%. Það er allt almennt sorp frá höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi.
Magn lífræns úrgangs var 275 tonn árið 2024 og hefur hækkað um 78 tonn frá árinu áður þegar það var 197 tonn.
Kaupum rétt
Innkaupa- og vörustýringarsvið Samkaupa leggur metnað í að velja vörur sem stuðla að umhverfisvænni verslun og miða að breyttu neyslumynstri viðskiptavina. Dæmi um þetta er Änglamark-vörumerkið sem stendur fyrir sjálfbærni og lífrænar vörur. Þá hefur einnig vörumerkið 365 Coop bæst við en það stendur fyrir sömu gildi. Vörurnar eru framleiddar úr bestu fáanlegu gæðahráefnum. Þær eru lífrænar, umhverfisvænar og án ofnæmisvaldandi efna.
Änglamark hefur sterka stöðu á Norðurlöndunum og hefur hlotið mikið lof. Í Danmörku hefur merkið náð sjöunda sæti á topp tíu lista YouGov Brand Index (sem mælir upplifun neytenda af vörumerkjum) og fimmta sæti á Women’s Favorite Brand List. Í Noregi hefur Änglamark hlotið nafnbótina „Grænasta vörumerki Noregs“ og sömu viðurkenningu í Svíþjóð 12 ár í röð. Með Änglamark náum við að mæta þörfum markaðarins og erum stolt af því að geta boðið upp á margverðlaunað gæðamerki líkt og Änglamark.

Innlend grænmetis- og ávaxtaræktun
Samkaup hafa á undanförnum árum unnið markvisst að því að auka sölu á íslenskum afurðum. Með góðu samstarfi við bændur og smáframleiðendur færumst við nær markmiðum okkar, tryggjum framboð og fjölbreytileika tegunda, lágmörkum sóun og styðjum við sölu á þeim eftirsóttu matvörum sem eru framleiddar á Íslandi.
Með þéttu neti framleiðenda í öllum landsfjórðungum lágmörkum við kolefnisspor með því að selja vörurnar á nærsvæði hvers framleiðanda.
Nokkur framþróun hefur orðið í afbrigðum margra tegunda, framleiðsluháttum, húsakostum og geymsluskilyrðum sem nú gera okkur kleift að bjóða upp á fleiri íslenskar afurðir árið um kring. Með þessari framþróun náum við að lágmarka innflutning á vörutegundum sem eru framleiddar hérlendis, enda hefur það sýnt sig að neytendur kjósa íslenskt sé þess kostur.
Tekin hefur verið í gagnið ný aðstaða aðstaða fyrir stykkjatínslu á ávöxtum og grænmeti í vöruhúsi okkar. Þar gefst verslunum kostur á að panta vörur í litlu magni, en þess í stað örar en ella, til að hámarka gæði vörunnar og lágmarka sóun.
Margir þættir spila saman
Þegar kemur að samfélags- og umhverfismálum skiptir allt máli, þ.e. hver einasta kílóvattstund sem sparast með hagstæðari orkunotkun, hver einasti poki sem er endurnýttur, hver einasti starfsmaður sem fær þjálfun og fræðslu og hver einasti reikningur sem er sendur með tölvupósti en ekki á pappír telur þegar heildarmyndin er skoðuð.
Sjálfbærniskýrslu Samkaupa 2024
Mikilvægur hluti af sjálfbærnivegferð Samkaupa er að meta hvaða sjálfbærni viðfangsefni skipta mestu máli í tengslum við rekstur og virðiskeðju fyrirtækisins. Því var farið í það að framkvæma tvöfalda mikilvægisgreiningu (e. double materiality assessment) sem er viðurkennd aðferðafræði sett fram í nýjum sjálfbærniupplýsingastaðli Evrópusambandsins (e. European Sustainability Reporting Standards). Greiningin tekur bæði til hvernig starfsemi fyrirtækisins hefur áhrif á umhverfi, fólk og samfélag bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt og hvaða þættir sjálfbærninnar og loftslagsmála hafa mest áhrif á fyrirtækið m.t.t. fjárhagslegs mikilvægis.
Í upphafi verkefnis var skilgreint umfang og tekin ákvörðun um hvaða rekstrarþættir, starfsemi og virðiskeðjur skyldu teknar með í greininguna. Rætt var við innri og ytri hagaðila (stjórnendur, starfsfólk, viðskiptavini, fjármögnunaraðila o.fl.) til að afla innsýn í hvaða sjálfbærniviðfangsefni skiptu mestu máli fyrir Samkaup að þeirra mati. Að þeirri greiningu lokið var farið í með stjórnendum Samkaupa að greina helstu áhrif, áhættur og tækifæri og var þeim forgangsraðað eftir mikilvægi.
Fyrirtækið stefnir á að uppfæra sjálfbærnistefnu og markmið á árinu 2025 og móta raunsæja og metnaðarfulla aðgerðaráætlun sem tekur til mikilvægustu sjálfbærniþátta rekstursins. Með þessu móti vill Samkaup sýna ábyrgð og koma til móts við vaxandi kröfur viðskiptavina sinna um aukna sjálfbærni í rekstri og vöruframboði fyrirtækisins.

Samfélagsstefna Samkaupa er hluti af heildarstefnu fyrirtækisins og undir hana heyrir einnig umhverfisstefna félagsins. Samkaup virða væntingar lykilhagaðila til fyrirtækisins og móta áherslur í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum með þær að leiðarljósi. Gildi Samkaupa; kaupmennska, áræðni, samvinna og sveigjanleiki, eru hornsteinar í starfi Samkaupa og leiðarljós í að gera Samkaup að eftirsóknarverðum vinnustað þar sem jafnrétti og jafnræði allra eru virt.
Markmið Samkaupa er að vinna markvisst að því að bæta samfélagið, nærsamfélagið, um allt landið og á heimsvísu. Til þess kappkosta Samkaup að vera með skýra samfélagsstefnu, siðareglur um hegðun fyrirtækisins og metnaðarfull markmið í takt við þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samræmast starfsemi fyrirtækisins.
Samfélagsverkefni Samkaupa beinast aðallega að því sem tengist starfsemi fyrirtækisins beint og varða einkum starfsfólk, viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila, vörur og þjónustu. Þá snúa þau einnig að stuðningi við verkefni sem stuðla að betra samfélagi án þess að þau tengist starfseminni.
Styrkir til umhverfis- og samfélagsmála
Á hverju ári veita Samkaup milljónum í styrki til að styðja mikilvæg málefni af ýmsum toga, æskulýðs- og forvarnarstarf, lýðheilsu, umhverfis- og góðgerðarmál. Auk þess að vinna stöðugt að betri árangri í eigin starfsemi er horft út fyrir fyrirtækið og veittir styrkir til góðra verka.
Á árinu 2024 veittu Samkaup 63 milljónir í beina styrki og 157 milljónir í matargjafir.

Aðgerðir í samfélagsmálum
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Samkaupa
Ein af aðalhugsjónum Samkaupa er að vinna markvisst að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Eftir langa umhugsun tóku Samkaup ákvörðun um að vinna að eftirfarandi 8 af 17 heimsmarkmiðum:


Heilsuefling og forvarnir
Samkaup leggja mikla áherslu á heilbrigðan lífsstíl, taka þátt í mörgum heilsuhvetjandi verkefnum, styrkja íþróttastarf og bjóða upp á mikið úrval af heilsuvörum á góðu verði.
Heilsu- og lífsstílsdagar Nettó
Heilsu- og lífsstílsdagar Nettó hafa verið haldnir tvisvar á ári, í janúar og september, síðan 2011 og hafa vinsældir þeirra aukist frá ári til árs.
Þessa daga eru verslanir pakkfullar af spennandi tilboðum, hægt er að taka þátt í vinningsleikjum á samfélagsmiðlum og boðið er upp á kynningar og ráðgjöf í verslunum. Í tilefni Heilsudaga kemur út vandað Heilsublað með upplýsingum um vörutilboð, girnilegum og hollum uppskriftum, spennandi viðtölum og fróðleiksmolum um heilnæman og góðan lífsstíl.
Á Heilsudögum Nettó er boðinn veglegur afsláttur af 3.000 vörunúmerum, t.d. lífrænum vörum, hollustuvörum, vegan vörum, ketó vörum, bætiefnum og mörgu fleira.

Skýrsla stjórnar og forstjóra
Ársreikningur Samkaupa hf. fyrir árið 2024 er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir eru
staðfestir af Evrópusambandinu.
Meginstarfsemi Samkaupa hf. er að reka verslanir víða um land ásamt því að stunda innflutning á aðföngum. Verslanir eru reknar
undir nöfnunum Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.
Starfsemin á árinu
Rekstur ársins
Rekstrartekjur félagsins á árinu 2024 námu 41.558 millj. kr. (2023: 42.341 millj. kr.) og lækkuðu um tæplega 1,9% milli ára. Framlegð nam 10.200 millj. kr. eða 24,5% af tekjum sem er 1.006 millj. kr. lækkun frá fyrra ári (2023: 11.030 millj. kr og 26,1% af tekjum). Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir á árinu 2024 nam 1.550 millj. kr. (2023: 2.693 millj. kr.) og lækkaði um rúmlega 42,4% milli ára. Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu nam tap ársins tæplega 910 millj. kr. (2023: hagn 268 millj. kr.).
Efnahagsreikningur
Fastafjármunir lækkuðu um 320 millj. kr. á árinu 2024 og námu í 13.729 millj. kr. í árslok. Lækkunin skýrist af breytingu á leigueignum félagsins en þær lækka um 527 millj. kr., sjá nánar í skýringu 16. Á móti koma fjárfestingar í verslunum og
fjárfestingar í hugbúnaðarþróun, sjá nánar í skýringum 8 og 9. Veltufjármunir lækkuðu um 106 millj. kr. á árinu 2024 og námu 4.104 millj. kr. í lok árs 2024. Eignir í lok árs 2024 námu 17.833 millj. kr. (2023: 18.260 millj. kr). Eigið fé félagsins í árslok var 2.179 millj. kr. (2023: 3.139 millj. kr.) að meðtöldu hlutafé að nafnverði 390 millj. kr. Vísað er til eiginfjáryfirlits um breytingar á eiginfjárreikningum á árinu. Eiginfjárhlutfall félagsins í árslok var 12,2% (2023: 17,2%). Langtímaskuldir námu 8.703 millj. kr. í lok árs 2024, sem er lækkun um 708 mkr frá fyrra ári. Lækkun langtímaskulda er tilkomin vegna breytinga á leiguskuldbindingu
sem lækkuðu um 478, sjá nánar í skýringu 16, ásamt lækkun tekjuskattskuldbindingar upp á 228 millj.kr.
Sjóðstreymi
Handbært fé frá rekstri nam 1.129 millj. kr. samanborið við 1.648 millj. kr árið 2023. Fjárfest var í rekstrarfjármunum fyrir 570 millj. kr á árinu og í óefnislegum eignum fyrir 401 millj. kr á árinu. Á árinu greiddi félagið arð til hlutahafa að fjárhæð 50 millj. kr. Handbært fé lækkaði um 7,2 millj. kr og endaði í rúmum 63 millj.kr í árslok 2024, samanborið við tæpar 71 millj. kr í lok árs 2023.
Atburðir eftir lok reikningsárs
Á árinu hófust viðræður um mögulegan samruna Samkaupa við nokkrar rekstrareiningar Skeljar fjárfestingafélags, þeim
viðræðum var slitið. Þann 18. desember 2024 var undirritað samkomulag um sameiningu Samkaupa og dagvörurekstrar
Heimkaupa. Samrunasamningurinn var undirritaður 20. febrúar 2025 og er samruni félaganna háður fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Stjórn félagsins ákvað þann 23. desember 2024 að nýta heimild til að hækka hlutafé félagsins með útgáfu nýrra hluta.
Hlutafjáraukningin fór fram í janúar 2025 og nam heildar hækkun hlutafjár kr. 41.506.343 að nafnvirði og við hækkunina jókst hlutafé félagsins úr 390.000.000 kr. í 431.506.343 kr. að nafnvirði. Nánari umfjöllun má sjá í skýringu 20.
Óvissuþættir og ytra umhverfi
Verslun félagsins í Grindavík var lokuð allt rekstrarárið 2024. Óvissan er enn mikil um svæðið og óvíst hvort eða hvenær verslunin verður opnuð aftur. Nánar er fjallað um málið í skýringu 21.
Hluthafar
Í lok ársins voru 105 hluthafar í félaginu en þeir voru 106 í upphafi árs.
Stjórn félagsins leggur til að tap ársins verði yfirfært til næsta árs, en vísar að öðru leyti í ársreikninginn um breytingar á eigin fé félagsins.
Stjórn og stjórnarhættir
Stjórn félagsins leggur áherslu á að viðhalda góðum stjórnarháttum og fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar voru út af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ Iceland og Samtökum Atvinnulífsins árið 2021. Stjórnin hefur sett sér starfsreglur þar sem valdsvið hennar er skilgreint og fer að öðru leyti eftir samþykktum félagsins og lögum um hlutafélög.
Stjórn félagsins var skipuð eftirfarandi einstaklingum í árslok 2024: Sigurbjörn J Gunnarsson formaður, Anna Birgitta
Geirfinnsdóttir, Guðfinna S. Bjarnadóttir, Guðjón Kjartansson og Margrét Katrín Guðnadóttir. Hlutfall kvenna í stjórn er 60% en karla 40%. Félagið uppfyllir því ákvæði hlutafélagalaga um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga. Frekari upplýsingar um stjórn og stjórnarhætti er að finna á heimasíðu félagsins.
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
Félagið er með stefnu í samfélagsábyrgð og hefur um langt skeið unnið að mikilvægum samfélagsmálum í eigin starfsemi. Áhersla hefur verið lögð á að félagið sé öflugur þátttakandi í samfélaginu, leggi góðum málefnum lið og hafi jákvæð áhrif á þróun samfélagsins. Þannig hefur félagið m.a. beitt sér fyrir minni sóun, bættu umhverfi og heilsueflingu. Stjórnendur leggja áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni og nýta auðlindir eins og kostur er.
Starfsfólk Samkaupa er ein helsta auðlind félagsins og lykilþáttur í að ná góðum árangri. Félagið hefur skýra stefnu í
jafnréttismálum sem er órjúfanlegur hluti af heildarstefnu þess. Samkaup hlaut fimmta árið í röð, Jafnvægisvogina 2024,
viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu til fyrirtækja sem stefna að 40/60 kynjahlutfalli í efsta stjórnendalagi og hafa gripið til aðgerða til að ná því fram og haga ráðningum í stöður í samræmi við þær.
Frekari upplýsingar um ófjárhagsleg málefni félagsins er að finna í samfélagsskýrslu sem aðgengileg er á heimasíðu félagsins.
Yfirlýsing stjórnar og forstjóra
Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstrarafkomu á árinu 2024, eignum,
skuldum og fjárhagsstöðu félagsins 31. desember 2024 og breytingu á handbæru fé á árinu 2024. Jafnframt er það álit okkar að ársreikningurinn og skýrsla stjórnar og forstjóra geymi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri félagsins, stöðu þess og lýsi helstu áhættuþáttum og óvissu sem félagið býr við.
Stjórn og forstjóri Samkaupa hf. hafa í dag rætt um ársreikning félagsins fyrir árið 2024 og staðfesta hann með undirritun sinni.
Stjórn og forstjóri leggja til við aðalfund félagsins að samþykkja ársreikninginn.
Reykjanesbær, 4. mars 2025
Í stjórn
Sigurbjörn Gunnarsson
stjórnarformaður
Anna Birgitta Geirfinnsdóttir
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Guðjón Kjartansson
Margrét Katrín Guðnadóttir
Forstjóri
Gunnar Egill Sigurðsson
Ársreikningur Samkaupa hf. fyrir árið 2024 er rafrænt undirritaður af stjórn og forstjóra
Áritun óháðs endurskoðenda
Til stjórnar og hluthafa í Samkaupa hf.
Álit
Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Samkaupa hf. fyrir árið 2024. Ársreikningurinn hefur að geyma
rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um breytingu á eigin fé, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar
reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.
Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2024, efnahag þess 31. desember 2024 og breytingu á handbæru fé á árinu 2024, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og viðbótar kröfur í lögum um ársreikninga.
Grundvöllur fyrir áliti
Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt þeim stöðlum er nánar lýst í kaflanum um ábyrgð endurskoðenda hér að neðan. Við erum óháð Samkaupum hf. í samræmi við alþjóðlegar siðareglur sem og aðrar siðareglur sem eru viðeigandi við endurskoðun á Íslandi, og höfum við uppfyllt ákvæði þeirra reglna. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.
Aðrar upplýsingar
Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 104 gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga staðfestum við samkvæmt okkar bestu vitund að í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi þessum eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram í skýringum.
Ábyrgð stjórnar og forstjóra á ársreikningnum
Stjórn og forstjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og viðbótar kröfur í lögum um ársreikninga. Stjórn og forstjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og framsetningu ársreikningsins, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.
Við gerð ársreikningsins eru stjórn og forstjóri ábyrg fyrir því að meta rekstrarhæfi Samkaupa hf. Ef við á, skulu stjórn og forstjóri setja fram viðeigandi skýringar um rekstrarhæfi og hvers vegna þau ákváðu að beita forsendunni um rekstrarhæfi við gerð og framsetningu ársreikningsins, nema stjórn og forstjóri hafi ákveðið að leysa félagið upp eða hætta starfsemi, eða hafi enga aðra raunhæfa möguleika.
Stjórn skal hafa eftirlit með gerð og framsetningu ársreikningsins.
Ábyrgð endurskoðenda á endurskoðun ársreikningsins
Markmið okkar er að afla nægjanlegrar vissu um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka og að gefa út áritun sem felur í sér álit okkar. Nægjanlega vissa er þó ekki trygging þess að endurskoðun framkvæmd í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni uppgötva allar verulegar skekkjur séu þær til staðar. Skekkjur geta orðið vegna mistaka eða sviksemi og eru álitnar verulegar ef þær gætu haft áhrif á fjárhagslega ákvarðanatöku notenda ársreikningsins, einar og sér eða samanlagðar.
Endurskoðun okkar í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla byggir á faglegri dómgreind og beitum við gagnrýnni hugsun við endurskoðunina. Við framkvæmum einnig eftirfarandi:
- Greinum og metum hættuna á verulegri skekkju í ársreikningnum, hvort sem er vegna mistaka eða sviksemi, hönnum og framkvæmum endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeim hættum og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi til að byggja álit okkar á. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekki skekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, skjalafals, misvísandi framsetningu ársreiknings, að einhverju sé viljandi sleppt eða að farið sé framhjá innri eftirlitsaðgerðum.
- Öflum skilnings á innra eftirliti, sem snertir endurskoðunina, í þeim tilgangi að hanna viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki í þeim tilgangi að veita álit á virkni innra eftirlits félagsins.
Ábyrgð endurskoðenda á endurskoðun ársreikningsins framhald
- Metum hvort reikningsskilaaðferðir sem notaðar eru, og tengdar skýringar, séu viðeigandi og hvort reikningshaldslegt mat stjórnenda sé raunhæft.
- Ályktum um notkun stjórnenda á forsendunni um rekstrarhæfi og metum á grundvelli endurskoðunarinnar hvort verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi eða hvort aðstæður séu til staðar sem gætu valdið verulegum efasemdum um rekstrarhæfi. Ef við teljum að verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi ber okkur að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum ársreikningsins í áritun okkar. Ef slíkar skýringar eru ófullnægjandi þurfum við að víkja frá fyrirvaralausri áritun. Niðurstaða okkar byggir á endurskoðunargögnum sem aflað er fram að dagsetningu áritunar okkar. Engu að síður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni valdið óvissu um rekstrarhæfi félagsins.
- Metum í heild sinni hvort ársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum, metum framsetningu, uppbyggingu, innihald og þar með talið skýringar við ársreikninginn með tilliti til glöggrar myndar.
Okkur ber skylda til að upplýsa stjórn meðal annars um áætlað umfang og tímasetningu endurskoðunarinnar og veruleg atriði sem komu upp í endurskoðun okkar, þar á meðal verulega annmarka á innra eftirlit sem komu fram í endurskoðuninni, ef við á.
Reykjanesbær, 4. mars 2025
Deloitte ehf.
Kristján Þór Ragnarsson – endurskoðandi
Heiðar Þór Karlsson – endurskoðandi
Ársreikningur Samkaupa hf. fyrir árið 2024 er rafrænt undirritaður af endurskoðenda
Rekstrarreikningur og yfirlit um aðra heildarafkomu

Efnahagsreikningur

Yfirlit um eigið fé

Yfirlit um sjóðsstreymi

Skýringar
1. Almennar upplýsingar
Samkaup hf. starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Höfuðstöðvar félagsins eru að Krossmóa 4, Reykjanesbæ.
Meginstarfsemi Samkaupa hf. er að reka verslanir víða um land ásamt því að stunda innflutning á aðföngum. Verslanir félagsins eru 60 talsins og eru reknar undir nöfnunum Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.



















20. Atburðir eftir lok reikningsskiladags
Stjórn félagsins ákvað þann 23. desember 2024 að nýta heimild til að hækka hlutafé félagsins með útgáfu nýrra hluta.
Hlutafjáraukningin fór fram í janúar 2025 og nam heildar hækkun hlutafjár kr. 41.506.343 að nafnvirði og við hækkunina jókst hlutafé félagsins úr 390.000.000 kr. í 431.506.343 kr. að nafnvirði, sem samsvarar 996.152.205 kr. að söluvirði. Var þetta gert til að styrkja eiginfjárstöðu félagsins og til að auðvelda félaginu að ná markmiðum sínum um framtíðarvöxt.
21. Skuldbindingar og önnur mál
Félagið hefur stefnt þjónustuaðila vegna fjármuna sem hann hélt eftir í tengslum við viðskipti milli félaganna. Á móti hefur sami þjónustuaðili stefnt Samkaupum vegna meints tjóns af vanefndum Samkaupa á samningi. Meðal fastafjármuna í Grindavík eru hillur, innréttingar, kassaborð, kælar, frystar o.fl. Bókfært virði í árslok 2024 var 113,4 millj.kr. Bókfært virði vörubirgða í árslok 2024 var 41 millj.kr. Stjórnendur telja eignirnar að fullu tryggðar og reikna með að fá þær bættar að frádreginni sjálfsábyrgð. Því hafa eignirnar ekki verið færðar niður á árinu.
22. Reikningsskilaaðferðir
22.1 Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sé fylgt
Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir eru samþykktir af
22.2 Grundvöllur reikningsskilanna
Ásreikningurinn er gerður eftir kostnaðarverðsaðferð. Sögulegt kostnaðarverð byggir á gangvirði endurgjaldsins sem greitt er fyrir vöru og þjónustu. Ársreikningur er birtur í íslenskum krónum sem er starfsrækslugjaldmiðill félagsins.
Ásreikningurinn er gerður Evrópusambandinu.
22.3 Viðskiptavild
Viðskiptavild sem myndast við sameiningu er færð til eignar á sameiningardegi á kostnaðarverði að frádreginni virðisrýrnun ef við á. Viðskiptavild er mismunur á kaupverði félags og hlutdeildar í hreinni eign þess eftir að eignir og skuldir hafa verið metnar til gangvirðis á sameiningardegi.
Við framkvæmd virðisrýrnunarprófs er viðskiptavildinni skipt niður á fjárskapandi einingar. Þær fjárskapandi einingar sem að viðskiptavildinni hefur verið úthlutað á eru prófaðar að minnsta kosti árlega, en oftar ef að vísbendingar eru um að virðisrýrnun hafi átt sér stað. Ef bókfært verð er lægra en endurheimtanlegt virði þeirra hefur virðisrýrnun átt sér stað. Hafi virðisrýrnun átt sér stað er viðskiptavild fyrst færð niður og síðar aðrar eignir sem tilheyra viðkomandi fjárskapandi einingu. Óheimilt er að bakfæra áður færða virðisrýrnun vegna viðskiptavildar á síðari tímabilum.
Við niðurlagningu eða sölu á fjárskapandi einingu er fjárhæð viðskiptavildar sem tilheyrir einingunni hluti af hagnaði eða tapi einingarinnar.
22.4 Tekjur
Tekjur af vörusölu
Tekjur af vörusölu eru metnar á gangvirði þess endurgjalds sem innheimt er, eða vænst er að innheimt verði, að frádregnum afsláttum og öðrum endurgreiðslum. Tekjur eru skráðar í rekstrarreikning þegar yfirráð yfir seldum vörum flytjast yfir til kaupanda, sem er almennt við afhendingu viðkomandi vara, og líklegt þykir að endurgjaldið verði innheimt. Tekjur af vörusölu eru að stærstum hluta gegn staðgreiðslu, en þegar um er að ræða sölu gegn gjaldfresti er gjalddagi almennt um 30-60 dögum frá því að varan er afhent og tekjur skráðar. Félagið færir ekki skuldbindingu vegna skilavara þar sem söguleg reynsla sýnir að um óverulegar upphæðir er að ræða.
Vaxtatekjur
Vaxtatekjur eru færðar þegar líklegt þykir að félagið muni hafa hagrænan ávinning af þeim og unnt er að meta fjárhæð teknanna með áreiðanlegum hætti.
22.5 Leigusamningar
Við upphaflega skráningu metur félagið hvort samningur teljist vera leigusamningur eða innihaldi leigusamning. Félagið skráir nýtingarrétt til eignar og samsvarandi leiguskuldbindingu vegna allra leigusamninga, nema skammtímaleigu (til skemmri tíma en 12 mánaða) og fyrir leigueignir með lágt virði þar sem leigugreiðslur eru færðar línulega á meðal rekstrargjalda yfir leigutímann.
Leiguskuldbinding er upphaflega metin á núvirði framtíðarleigugreiðslna. Leigugreiðslur eru núvirtar með innbyggðum vöxtum í samningi, eða ef þeir eru ekki aðgengilegir, með vöxtum af viðbótarlánsfé. Leiguskuldbinding samanstendur af föstum greiðslum að frádregnum leiguhvötum, breytilegum greiðslum vegna vísitölu, væntu hrakvirði og kaupréttum á leigueignum ef líklegt er talið að þeir verði nýttir.
Leigugreiðslur skiptast í vaxtagjöld og greiðslur af höfuðstól sem koma til lækkunar á leiguskuldbindingu. Félagið endurmetur leiguskuldbindingu ef leigutímabil breytist, ef leigugreiðslu breytast vegna vísitölutengingar eða þegar breytingar eru gerðar á leigusamningi sem ekki leiða til þess að nýr leigusamningur er skráður.
Nýtingarréttur er afskrifaður á því sem styttra reynist af líftíma leigusamnings eða leigueignar. Ef leigusamningur leiðir til eigendaskipta eða ef bókfært verð nýtingarréttar felur í sér kauprétt á leigueign, þá er nýtingaréttur afskrifaður á líftíma leigueignar. Nýtingarréttur er afskrifaður frá upphafsdegi leigusamnings.
Breytilegar leigugreiðslur sem eru ekki vísitölutengdar eru ekki hluti af leiguskuldbindingu eða nýtingarrétti eignar, heldur gjaldfærðar á því tímabili sem þær falla til.
Félagið nýtir sér heimild IFRS 16 til þess að skilja ekki samningsbundnar greiðslur vegna þjónustuþáttar (eða aðrar greiðslur sem ekki teljast til leigu) frá leigugreiðslum við mat á leiguskuldbindingu og nýtingarrétti.
22.6 Erlendir gjaldmiðlar
Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum eru færð í starfrækslugjaldmiðli félagsins á gildandi gengi þess dags sem viðskiptin fara fram. Peningalegar eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru færðar miðað við gengi í lok reikningsskiladags. Ópeningalegar eignir sem færðar eru á sögulegu kostnaðarverði eru ekki uppfærðar vegna gengisbreytinga. Gengismunur sem myndast er færður í rekstrarreikning miðað við eðli þeirra viðskipta sem hann tengist. Gengismunur af handbæru fé er tilgreindur sérstaklega sem gengismunur í rekstrarreikningi á meðal fjármagnsliða.
22.7 Tekjuskattur
Tekjuskattur er færður í rekstrarreikning nema þegar hann tengist liðum sem færðir eru beint á eigin fé, en þá er tekjuskatturinn færður á eigin fé. Útreikningur hans byggir á afkomu fyrir skatta að teknu tilliti til varanlegra mismuna á skattalegri afkomu og afkomu samkvæmt ársreikningi.
Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðar fjárhagsársins.
Frestaður skattur stafar af mismun efnahagsliða í skattuppgjöri annars vegar og ársreikningi hins vegar. Mismunurinn stafar af því að tekjuskattstofn félagsins er miðaður við aðrar forsendur en reikningsskil þess. Frestaður tekjuskattur er ekki færður vegna tímabundins mismunar sem verður til við upphaflega skráningu viðskiptavildar.
22.8 Varanlegir rekstrarfjármunir
Varanlegir rekstrarfjármunir eru upphaflega skráðir á kostnaðarverði. Kostnaðarverð varanlegra rekstrarfjármuna samanstendur af kaupverði og öllum beinum kostnaði við að koma eigninni í tekjuhæft ástand.
Afskriftir eru reiknaðar línulega miðað við áætlaðan nýtingartíma rekstrarfjármuna og færðar í rekstrarreikning. Eignir í fjármögnunarleigu eru afskrifaðar línulega á samningstíma þeirra eða nýtingartíma, hvort sem styttra reynist, nema líklegt þyki að félagið muni eignast eignina í lok leigutímans.
Hagnaður eða tap vegna sölu eigna telst mismunur söluverðs og bókfærðs verðs eigna á söludegi og er færður í rekstrarreikning á því tímabili sem salan á sér stað.
22.9 Keyptar
óefnislegar eignir Keyptar óefnislegar eignir með takmarkaðan líftíma eru færðar á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun. Afskriftir eru færðar línulegar í rekstrarreikning á áætluðum líftíma eignanna. Keyptar óefnislegar eignir með ótakmarkaðan líftíma eru færðar á kostnaðarverði að frádreginni uppsafnaðri virðisrýrnun.
22.11 Virðisrýrnun efnislegra og óefnislegra eigna annarra en viðskiptavildar
Félagið metur á reikningsskiladegi hvort vísbendingar séu til staðar um að efnislegar og óefnislegar eignir séu virðisrýrðar. Ef slíkar vísbendingar eru fyrir hendi metur félagið endurheimtanleg virði viðkomandi eignar til að ákvarða upphæð virðisrýrnunar (ef einhver er). Ef ekki reynist unnt að meta endurheimtanlegt virði einstaka eigna, er endurheimtanlegt virði minnstu aðgreinanlegu sjóðskapandi einingar sem viðkomandi eign tilheyrir metið.
Virðisrýrnunarpróf er framkvæmt á óefnislegum eignum með ótakmarkaðan líftíma og óefnislegum eignum sem ekki hafa verið teknar í notkun að minnsta kosti árlega, og oftar ef vísbendingar um virðisrýrnun eru til staðar.
Endurheimtanlegt virði er gangvirði eignar að frádregnum sölukostnaði eða nýtingarvirði hennar í rekstri, hvort heldur sem hærra reynist. Ef endurheimtanlegt virði eignar (eða sjóðskapandi einingar) er metið vera lægra en bókfært verð, er bókfært verð fært niður í endurheimtanlegt virði. Virðisrýrnun er færð í rekstrarreikning nema eignin sé færð samkvæmt endurmatsaðferð. Heimilt er að bakfæra virðisrýrnun á síðari stigum, en þó aldrei umfram bókfært verð viðkomandi eignar (eða sjóðskapandi einingar) hefði virðisrýrnun ekki verið færð.
22.12 Birgðir
Vörubirgðir eru metnar á kostnaðarverði eða hreinu söluverði hvort sem lægra reynist. Kostnaðarverð birgða samanstendur af kostnaði við öflun þeirra ásamt öðrum kostnaði sem fellur til við að koma birgðum í söluhæft ástand. Hreint söluverð er áætlað söluverð að frádregnum áætluðum sölukostnaði.
22.13 Skuldbindingar
Skuldbindingar eru færðar þegar félagið ber lagalega eða líklega greiðsluskyldu vegna liðinna atburða og hægt er að meta fjárhæð hennar með áreiðanlegum hætti.
22.14 Fjármálagerningar
Fjáreignir og fjárskuldir eru færðar þegar samningsbundin réttur eða skylda til greiðslu myndast hjá félaginu.
Fjáreignir og fjárskuldir eru færðar á gangvirði við upphaflega skráningu. Viðskiptakostnaður sem rekja má beint til kaupa eða útgáfu fjáreigna eða fjárskulda sem ekki eru færð á gangvirði í gegnum rekstrarreikning er bætt við eða dreginn frá gangvirði við upphaflega skráningu eftir því sem við á. Viðskiptakostnaður vegna fjáreigna eða fjárskulda á gangvirði í gegnum rekstrarreikning er færður strax í rekstrarreikning.
22.15 Fjáreignir
Fjáreignum ber samkvæmt IFRS 9 að skipta í þrjá flokka; fjáreignir á afskrifuðu kostnaðarverði, fjáreignir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning eða fjáreignir á gangvirði í gegnum aðra heildarafkomu. Flokkun þeirra fer eftir eðli og viðskiptalíkani félagsins fyrir viðkomandi fjáreignir.
Fjáreignir á afskrifuðu kostnaðarverði
Fjáreign sem áætlað er að eiga til gjalddaga og samningsbundnar greiðslur á settum gjalddögum samanstanda einungis af afborgunum af höfuðstól og vöxtum, skal skrá á afskrifuðu kostnaðarverði nema gerningurinn sé skilgreindur á gangvirði í gegnum rekstrarreikning í samræmi við gangvirðisheimildina. Slíkar eignir eru upphaflega færðar á gangvirði að viðbættum öllum tengdum viðskiptakostnaði. Eftir upphaflega skráningu eru slíkar fjáreignir metnar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti, að frádreginni virðisrýrnun. Fjáreignir félagsins sem metnar eru á afskrifuðu kostnaðarverði eru skuldabréfaeign, viðskiptakröfur og handbært fé.
Fjáreignir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning
Eignarhlutar í öðrum félögum þar sem félagið hefur ekki yfirráð eða veruleg áhrif eru metnir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning. Umræddar fjárfestingar teljast óverulegar.
Virkir vextir
Vaxtatekjur af fjáreignum öðrum en þeim sem metnar eru á gangvirði í gegnum rekstrarreikning eru færðar miðað við virka vexti nema fyrir skammtímakröfur þegar áhrif afvöxtunar eru óveruleg.
Virkir vextir er sú ávöxtunarkrafa sem núvirðir áætlað sjóðstreymi yfir áætlaðan líftíma fjármálagernings, eða yfir styttra tímabil ef við á, þannig að það jafngildi bókfærðri fjárhæð fjáreignarinnar við upphaflega skráningu.
22.16 Fjáreignir framhald
Virðisrýrnun fjáreigna
Fjáreignir félagsins sem falla undir gildissvið virðisrýrnunarlíkans IFRS 9 eru skuldabréfaeign, viðskiptakröfur og handbært fé. Félagið beitir sértæku mati á virðisrýrnun hverrar kröfu skuldabréfaeignar fyrir sig.
Við mat á væntu útlánatapi fyrir viðskiptakröfur beitir félagið einfaldaðri nálgun. Sú nálgun krefst þess að félagið meti niðurfærslu sem er jöfn væntu útlánatapi á líftíma viðskiptakrafnanna. Viðskiptakröfum félagsins er skipt niður í flokka eftir þeim fjölda daga sem þær eru komnar fram yfir gjalddaga. Við mat á föstu niðurfærsluhlutfalli fyrir hvern flokk er horft til sögulegrar tapssögu félagsins, leiðréttri fyrir framtíðarvæntingum um efnahagslega þróun ef þörf er á.
Á hverjum reikningsskiladegi er kannað hvort til staðar sé hlutlæg vísbending um virðisrýrnun fjáreigna. Fjáreign hefur rýrnað í virði ef hlutlægar vísbendingar eru um að einn eða fleiri atburðir, sem hafa orðið, hafa áhrif á vænt framtíðarsjóðstreymi eignarinnar og hægt er að meta virðisrýrnun með áreiðanlegum hætti. Félagið færir sértæka niðurfærslu fyrir fjáreignir þar sem hlutlæg vísbending er um virðisrýrnun
Breytingar á virðisrýrnunarframlagi fjáreigna í afskriftareikning eru færðar í rekstrarreikning á því tímabili sem matið fer fram. Virðisrýrnun er bakfærð ef unnt er að tengja bakfærsluna með hlutlægum hætti við atburð sem átt hefur sér stað eftir að virðisrýrnun var færð.
Afskráning fjáreigna
Félagið afskráir fjáreignir þegar samningsbundinn réttur til framtíðarsjóðstreymis af fjáreigninni er ekki lengur til staðar eða þegar áhætta og ávinningur af fjáreigninni flyst yfir á annars aðila.
22.17 Fjárskuldir og eiginfjárgerningar
Eiginfjárgerningur er hvers konar samningur sem felur í sér eftirstæða hagsmuni í eignum félags eftir að allar skuldir hans hafa verið dregnar frá. Eiginfjárgerningar útgefnir af félaginu eru skráðir á kostnaðarverði að frádregnum beinum kostnaði við útgáfu þeirra.
Kaup á eigin hlutum eru færð til lækkunar á heildarhlutafé. Enginn hagnaður eða tap eru færð í rekstrarreikning vegna kaupa, sölu eða útgáfu á eigin hlutum.
Fjárskuldir eru metnar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti.
Félagið afskráir fjárskuldir eingöngu þegar skuldbinding vegna þeirra er ekki lengur til staðar. Hagnaður eða tap vegna afskráningar eru færð í rekstrarreikning.
22.18 Fjármagnskostnaður
Allur fjármagnskostnaður er færður í rekstarreikning á því tímabili sem hann fellur til miðað við aðferð virkra vaxta. Lántökukostnaður er eignfærður og færður í rekstrarreikning á líftíma lána miðað við virka vexti.
Reikningshaldslegt mat
Gerð ársreikninga í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda.
Reikningshaldslegt mat og undirliggjandi forsendur eru byggðar á sögulegum gögnum og öðrum viðeigandi þáttum. Endanleg niðurstaða kann að vera frábrugðin þessu mati. Reikningshaldslegt mat og undirliggjandi forsendur þess eru endurskoðaðar reglulega. Áhrif breytinga á reikningshaldslegu mati eru færð á því tímabili sem að matið er endurskoðað og á síðari tímabilum ef við á.
Upplýsingar um mikilvægar ákvarðanir þar sem mat stjórnenda og reikningsskilaaðferðir hafa mest áhrif á skráðar fjárhæðir eigna og skulda í ársreikningnum er að finna í eftirfarandi skýringum:
• Skýring 8 – mat á líftíma varanlegra rekstrarfjármuna
• Skýring 9 – mat á líftíma óefnislegra eigna • Skýring 9 – mat á endurheimtanlegum fjárhæðum fjárskapandi eininga
• Skýring 11 – mat á niðurfærslu birgða
• Skýring 12 – mat á væntu útlánatapi vegna viðskiptakrafn
• Skýring 16 – mat á leigutíma og afvöxtunarstuðli útreikningum á leiguskuldbindingua
Viðskiptalíkan
Samkaup er verslunarfélag á íslenskum dagvörumarkaði með 63 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá
lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Verslunarmerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Rekstur félagsins byggir á gæðum, góðri þjónustu og fjölbreyttu vöruvali á eins hagstæðu verði og völ er á. Grunnurinn í þjónustu Samkaupa er fjölbreytni og sveigjanleiki til að uppfylla hinar ýmsu þarfir viðskiptavina sem og tengsl við viðskiptavini í öllum landsbyggðum landsins.
Félagið leggur áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður með öfluga framlínu en hjá því starfa rúmlega 1300 starfsmenn í
rúmlega 640 stöðugildum. Verðmæti félagsins liggja einna helst í birgðum og þekkingu starfsfólks. Traust og áreiðanleiki eru undirstaða starfseminnar og stefnir félagið á að vera leiðandi á dagvörumarkaði, hagnýta tæknilega þætti og stuðla að betra samfélagi, bæði gagnvart eigin innviðum og fyrir viðskiptavini. Þá er mikilvægt að góðum stjórnarháttum og ferlum sé fylgt og að upplýsingaöryggi sé tryggt.
Allar rekstrareiningar Samkaupa eru reknar með sömu gildi að leiðarljósi þegar kemur að rekstri og þjónustu en þau eru
sveigjanleiki, kaupmennska, áræðni og samvinna. Starfsmenn Samkaupa sýna ábyrgð og fagmannlega framkomu í starfi sínu og endurspegla gildi og viðhorf félagsins til þjónustu við viðskiptavini.
Samfélagsstefna Samkaupa er hluti af heildarstefnu félagsins og undir hana heyrir einnig umhverfisstefna félagsins. Samkaup virða væntingar lykilhagsmunaaðila félagsins og móta áherslur í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum með þær að leiðarljósi. Markmið Samkaupa er að vinna markvisst að því að bæta samfélagið, nærsamfélagið, um allt landið og sem og á heimsvísu. Til þess kappkosta Samkaup að vera með skýra samfélagsstefnu, siðareglur um hegðun félagsins og metnaðarfull markmið í takti við þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samræmast starfsemi félagsins. Samkaup skuldbinda sig til að stefna og starfshættir séu í samræmi við viðmið Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vinnumál, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu.
Með því að haga starfseminni með velferð umhverfisins og samfélagsins að leiðarljósi telja Samkaup sig geta náð forskoti í samkeppni á dagvörumarkaði. Markmið félagsins er að vera efst í huga viðskiptavina við val á matvöruverslun, stuðla að
spennandi og skapandi starfsumhverfi fyrir starfsfólk sitt og þannig ná að skila eigendum sanngjörnum arði.
Ekki er stuðst við eitt ákveðið áreiðanleikakönnunarferli við samfélagsskýrslugerð félagsins. Félagið er byrjað í undirbúningi fyrir innleiðingu CSRD tilskipunarinnar sem mun kalla á heildræna endurskoðun áreiðanleikakönnunarferilsins.
Flokkunarreglugerð ESB tók gildi á Íslandi 1. júní 2023 með lögum nr. 25/2023 um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði
fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar. Kjarnastarfsemi félagsins fellur ekki undir tæknileg matsviðmið sem hafa tekið gildi í árslok 2024 en gert er grein fyrir lykilmælikvörðum varðandi veltu, rekstrarkostnað og fjárfestingargjöld á samstæðugrunni í samstæðuársreikningi móðurfélags.
Umhverfi
Samkaup ætla að vera leiðandi í umhverfismálum á dagvörumarkaði. Félagið ætlar að eiga frumkvæði að þróun og innleiðingu á leiðum sem stuðla að sjálfbærni í dagvöruverslunum. Samkaup leggja áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni og hagnýta auðlindir eins og kostur er. Félagið skrifaði undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftlagsmálum sem afhent var á loftlagsráðstefnunni í París árið 2015 og hafa fylgt henni síðan. Helstu markmið eru:
• Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs.
• Nota minna af óendurvinnanlegu hráefni og umbúðum, endurvinna og endurnýta.
• Mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta.
Félagið er með umhverfisstefnu sem nær til allra þátta starfseminnar. Lögð er áhersla á að efla vitund starfsmanna og á mikilvægi þess að starfsmenn hugsi um umhverfið í daglegum störfum og fylgi umhverfisstefnunni án undantekninga. Á öllum starfsstöðvum er farið eftir lögum og reglum í umhverfismálum.
Við kaup á vörum og þjónustu er umhverfisstefnunni fylgt og skýrar kröfur gerðar til birgja og undirverktaka um að þeir fylgi henni. Á það einnig við um undirverktaka birgja. Samkaup halda nákvæmt umhverfisbókhald um starfsemina og setja sér markmið um árangur í umhverfismálum. Bókhaldið skal nota til að ákvarða umfang og upphæðir til kolefnisjöfnunar rekstursins sem og gögn fyrir samfélagsskýrslu sem gefin er út árlega. Markmiðin eru bæði stór og smá og eru tilkynnt opinberlega en mælanleg viðmið eru sett fyrir hvert og eitt þeirra.
Samkaup er í samstarfi við Pure North. Samstarfið hefur nú þegar skilað ýmsum breytingum, til að mynda á sér nú stað ítarleg greining á sorplosun- og flokkun verslana. Mælingar hafa sýnt fram á að flokkun á sorpi hjá félaginu er framúrskarandi og með auknu gagnsæi hefur verið hægt að hagræða í losunum og greina þann úrgang sem fellur til frá verslunum.
Markmið Samkaupa er að verða leiðandi í úrgangsstjórnun á landsvísu og á stefnunni er m.a. að endurvinna lífrænan úrgang. Samkaup hafa dregið úr losun á blönduðum úrgangi um rúm 40% á þessu ári. Það þýðir að um 338.601 kg af blönduðum úrgangi rataði í endurvinnslu á árinu sem senn er á enda og fór því ekki í urðun eða landfyllingu. Blandaður úrgangur er allur sá úrgangur sem ekki fellur í aðra flokka, og á ekki annan endurvinnslufarveg. Hægt er að draga úr blönduðum úrgangi með meiri flokkun og betri úrgangsstjórnun svo sem minni matarsóun.
Megináhættur umhverfisþátta
Innflutningur á vörum og dreifing er sá þáttur í starfsemi félagsins sem hefur hve mest áhrif á umhverfið og telur mest í losun gróðurhúsalofttegunda. Til viðbótar við það vistspor sem skapast með flutningum hafa vörurnar sjálfar ákveðið vistspor vegna umbúða og rýrnunar. Aðrir þættir sem hafa áhrif á umhverfið í starfsemi félagsins eru flokkun úrgangs, ferðir starfsmanna til og frá vinnu, viðskiptaferðir og pappírsnotkun.
Samfélags- og starfsmannamál
Starfsfólk Samkaupa er ein helsta auðlind félagsins og lykilþáttur í allri velgengni. Jafnrétti á vinnustaðnum og jafnrétti í samfélaginu hafa verið sérstök áhersluverkefni hjá Samkaupum síðustu ár. Mannauðsstefna Samkaupa er viðamikill þáttur í heildarstefnu félagsins þar sem áhersla er lögð á mannauðinn og þá menningu sem byggð hefur verið upp hjá félaginu. Stefnunni er skipt upp í fjóra meginþætti sem snýr að því að byggja upp eftirsóknarverðan og góðan vinnustað.
Skýr framtíðarsýn þar sem fólk er í forgrunni:
Skýr sýn er grunnþáttur mannauðsstefnunar. Það felur í sér að hafa vel skilgreindan og miðlaðan skipulagstilgang og stefnu. Þetta getur falið í sér langtímamarkmið, gildi og heildarverkefni Samkaupa. Skýr sýn þjónar sem leiðbeinandi afl fyrir starfsfólk til að vinna sem ein heild að sameiginlegum markmiðum.
Góð og skilvirk samskipti:
Skilvirk samskipti skipta sköpum fyrir velgengni Samkaupa. Í mannauðsstefnu félagsins er um að ræða gagnsæjar og opnar
samskiptaleiðir milli alls starfsfólks. Það felur í sér reglulegar uppfærslur á þróun skipulagsheilda, veita skýrar væntingar og
tryggja að starfsfólk upplifi að á það sé hlustað. Skilvirk samskipti stuðla að jákvæðu vinnuumhverfi, þátttöku starfsmanna og sameiginlegum skilningi á markmiðum og væntingum.
Öflug framlína:
Forgangsröðun starfsmanna í fremstu víglínu er stefnumótandi áhersla sem viðurkennir mikilvægi þeirra sem hafa bein samskipti við viðskiptavini eða sinna nauðsynlegum verkefnum. Þessi nálgun viðurkennir gildi þeirra í því að veita góða þjónustu og viðhaldagóðu orðspori hverrar verslunar. Mannauðsstefnan felur í sér sérsniðnar fræðslu- og menntaleiðir fyrir framlínufólk ásamt þjálfunaráætlunum og tækifærum til starfsþróunar. Þá er Samkaupum umhugað um velferð starfsfólks og endurspeglast það í öflugri velferðarþjónustu sem býðst öllu starfsfólki. Þessi nálgun styður við góðan starfsanda, framleiðni og
ánægju viðskiptavina.
Stuðningur við styrkleika fólks:
Að tryggja að starfsmenn séu í hlutverkum sem samræmast færni þeirra, styrkleikum og hagsmunum er nauðsynlegt fyrir
velgengni hvers og eins einstaklings. Þessi byggingareining leggur áherslu á stefnumótandi staðsetningu einstaklinga í
hlutverkum þar sem sem þeir geta lagt sitt af mörkum á skilvirkan hátt. Starfsmannaferlar eins og ráðningar, þjálfun og styrkleikanálgun gegna mikilvægu hlutverki við að samræma einstaklinga við réttar stöður innan félagsins.
Samkaup eru með jafnréttisáætlun í samræmi við lög nr. 10/2008, nr. 86/2018, nr. 80/2019 sem og annarra laga, reglna og krafna er snerta jafnréttismál og gilda á hverjum tíma. Hjá Samkaupum er lögð áhersla á að allt starfsfólk sé metið af verðleikum og njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum. Starfsfólki er ekki mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar eða þjóðernis, kynhneigðar, aldurs, trúar, fötlunar, skoðana eða annarra þátta.
Með jafnréttisáætlun Samkaupa hafa stjórnendur skuldbundið sig til að leggja áherslu á jafnrétti þar sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu. Samkaupa líða ekki kynbundna og kynferðislega áreitni, einelti eða ofbeldi á nokkurn hátt. Árlega rýna stjórnendur stefnuna ásamt jafnréttisáætlun, jafnréttismarkmiðum og vinna að stöðugum umbótum.
Áframhaldandi vinnu við jafnrétti var haldið á lofti allt árið 2024 og voru fjölmörg mál tekin fyrir þar sem jafnrétti var haft að leiðarljósi við úrlausnina. Jafnréttisráð Samkaupa, Samráð, sem skipað er starfsfólki félagsins úr öllum áttum, vakti einnig athygli á mörgum atriðum sem varða starfsemina, allt frá starfsmannamálum, málum tengdum birgjum og samstarfsaðilum. Sum málanna voru tekin fyrir af framkvæmdastjórn og varð gott samstarf á milli framkvæmdastjórnar og Samráðs.
Samkaup fékk endurnýjun á jafnréttisáætlun í lok árs 2023 og var það í fyrsta skipti sem Jafnréttisstofa vottar útvíkkaða
jafnréttisstefnu sem Samkaup byrjaði að vinna eftir árið 2022 og gildir til 2026.
Samkaup hlutu fimmta árið í röð, Jafnvægisvogina 2024, viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu til fyrirtækja sem stefna að 40/60 kynjahlutfalli í efsta sjtórnendalagi og hafa gripið til aðgerða til að ná því fram og haga ráðningum í stöður í samræmi við þær.
Þegar heildarfjöldi stjórnenda er skoðaður út frá kynjahlutföllum er jafnvægi á milli kynja mjög gott, 48% karlar og 52% konur. Stærsti hópur stjórnenda félagsins eru verslunarstjórar sem eru 61 talsins. Þegar litið er á kynjaskiptingu verslunarstjóra er jafnvægi gott: 36% karlar, 62% konur og 2% kynsegin. Þá hefur verið lögð áhersla á að fjölga konum í efsta stjórnendalagi félagsins sérstaklega og í dag er 67% framkvæmdastjóra kvenkyns.
Árið 2018 hlaut félagið jafnlaunavottun án athugasemda og fór félagið í gegnum sjöttu úttektina á jafnlaunakerfinu í október 2024 án athugasemda. Félagið hefur fengið hrós fyrir skilvirkt og gott kerfi sem er að skila markvissum árangri. Aðgerðir síðustu ára hafa skilað því að launamunur er vart mælanlegur eða 0,1%. Almennt viðmið er 5% en markmið Samkaupa er að vera ávallt undir 2,5%.
Niðurstöður mannauðsmælinga sýna að starfsánægja innan félagsins er góð eða að meðaltali 7,1 á kvarðanum 1-10 á 12 mánaða tímabili sem telst mjög góður árangur. Mannauðsmælingar fara fram mánaðarlega sem er nýtt fyrirkomlag hjá fyrirtækinu en með því er tækifæri til að grípa enn fyrr inn í, ef merki eru um óánægju eða vanlíðan starfsfólks.
Samkaup eru með samfélagsstefnu þar sem áhersla er lögð á að bæta bæði nærsamfélag og samfélagið í heild sinni en
samfélagsverkefnin beinast aðallega að beinni starfsemi félagsins í tengslum við starfsfólk, viðskiptavini, birgja og
samstarfsaðila, vörur og þjónustu. Félagið leggur áherslu á að styrkja mikilvæg málefni eins og æskulýðs- og forvarnarstarf,
lýðheilsu-, umhverfis- og góðgerðarmál. Árið 2024 styrkti félagið til dæmis góðgerðafélög, hjálparstofnanir, styrktarfélög og hin ýmsu íþróttafélög og félagasamtök um allt land. Styrkir árið 2024 námu 61 milljónum króna.
Hættum að henda, frystum og gefum! er yfirskrift samstarfsverkefnis sem Samkaup og Hjálpræðisherinn settu af stað árið 2022. Markmið verkefnisins er að draga úr matarsóun á matvælum hjá Samkaupum og styðja þannig við velferðarverkefni Hjálpræðishersins á landsvísu. Verkefnið hefur gengið mjög vel og sem dæmi gefa verslanir á Suðurnesjum Hjálpræðishernum á Ásbrú matvæli sem til falla og sjálfboðaliðar elda heitan mat fyrir allt að 300 manns alla virka daga. Á Akureyri gefa verslanir matvæli til Hjálpræðishersins, Frú Ragnheiðar og í frískápa. Einnig eru fjölmargar verslanir Samkaupa að gefa til frískápa á
höfuðborgarsvæðinu og á Húsavík. Með verkefnum sem þessum til að sporna gegn matarsóun sýnir félagið samfélagslega ábyrgð í verki alla daga.
Megináhættur samfélags- og starfsmannamála
Megináhættum í tengslum við samfélags- og starfsmannamál er skipt upp í þrjá flokka.
Heilsu- og öryggisáhætta:
Flokkun þessi nær yfir alla líkamlega áhættu. Það felur í sér hættur eins og slys, útsetningu fyrir skaðlegum efnum, ófullnægjandi öryggisráðstafanir og vinnuvistfræðileg atriði. Heilsu- og öryggisáhætta getur leitt til meðsla, veikinda og samdráttar í starfsanda og framleiðni. Í forvarnarskyni hefur Samkaup hafið samstarf við tryggingafélagið Vörð sem mun setja upp rafræna fræðslu um öryggismál í verslunum. Þá hefur starfsfólk Varðar einnig farið í árlegar heimsóknir í verslanir um land allt til þess að taka út stöðuna á öryggismálum og aðbúnaði starfsfólks. Stjórnendur Samkaupa hafa í kjölfarið fengið sendar skýrslur með tillögum að úrbótum sem unnið hefur verið eftir.
Vinnuálag og streituáhætta:
Mikil streita og of mikið vinnuálag getur haft skaðleg áhrif á geðheilsu starfsmanna, starfsánægju og almenna vellíðan. Starfsfólk
sem glímir við langvarandi streitu getur fundið fyrir kulnun, sem getur leitt til aukinna fjarvista, minni framleiðni og meiri líkur á
hárri starfsmannaveltu. Til að sporna við þessu hefur starfsfólk aðgang að velferðarþjónustu Samkaupa en í því felst allt að 6
tíma ráðgjöf hjá sálfræðingum, læknum eða öðrum sérfræðingum. Velferðarþjónustan hefur dregið úr starfsmannaveltu vegna
þessara ástæðna.
Áframhaldandi vinnu við jafnrétti var haldið á lofti allt árið 2024 og voru fjölmörg mál tekin fyrir þar sem jafnrétti var haft að
leiðarljósi við úrlausnina. Jafnréttisráð Samkaupa, Samráð, sem skipað er starfsfólki félagsins úr öllum áttum, vakti einnig athygli
á mörgum atriðum sem varða starfsemina, allt frá starfsmannamálum, málum tengdum birgjum og samstarfsaðilum. Sum
málanna voru tekin fyrir af framkvæmdastjórn og varð gott samstarf á milli framkvæmdastjórnar og Samráðs.
Niðurstöður mannauðsmælinga sýna að starfsánægja innan félagsins er góð eða að meðaltali 7,1 á kvarðanum 1-10 á 12 mánaða
tímabili sem telst mjög góður árangur. Mannauðsmælingar fara fram mánaðarlega sem er nýtt fyrirkomlag hjá fyrirtækinu en
með því er tækifæri til að grípa enn fyrr inn í, ef merki eru um óánægju eða vanlíðan starfsfólks.
Samkaup eru með samfélagsstefnu þar sem áhersla er lögð á að bæta bæði nærsamfélag og samfélagið í heild sinni en
samfélagsverkefnin beinast aðallega að beinni starfsemi félagsins í tengslum við starfsfólk, viðskiptavini, birgja og
samstarfsaðila, vörur og þjónustu. Félagið leggur áherslu á að styrkja mikilvæg málefni eins og æskulýðs- og forvarnarstarf,
lýðheilsu-, umhverfis- og góðgerðarmál. Árið 2024 styrkti félagið til dæmis góðgerðafélög, hjálparstofnanir, styrktarfélög og hin
ýmsu íþróttafélög og félagasamtök um allt land. Styrkir árið 2024 námu 61 milljónum króna.
Hættum að henda, frystum og gefum! er yfirskrift samstarfsverkefnis sem Samkaup og Hjálpræðisherinn settu af stað árið 2022.
Markmið verkefnisins er að draga úr matarsóun á matvælum hjá Samkaupum og styðja þannig við velferðarverkefni
Hjálpræðishersins á landsvísu. Verkefnið hefur gengið mjög vel og sem dæmi gefa verslanir á Suðurnesjum Hjálpræðishernum á
Ásbrú matvæli sem til falla og sjálfboðaliðar elda heitan mat fyrir allt að 300 manns alla virka daga. Á Akureyri gefa verslanir
matvæli til Hjálpræðishersins, Frú Ragnheiðar og í frískápa. Einnig eru fjölmargar verslanir Samkaupa að gefa til frískápa á
höfuðborgarsvæðinu og á Húsavík. Með verkefnum sem þessum til að sporna gegn matarsóun sýnir félagið samfélagslega ábyrgð
í verki alla daga.
Samkaup fékk endurnýjun á jafnréttisáætlun í lok árs 2023 og var það í fyrsta skipti sem Jafnréttisstofa vottar útvíkkaða
jafnréttisstefnu sem Samkaup byrjaði að vinna eftir árið 2022 og gildir til 2026.
Samkaup hlutu fimmta árið í röð, Jafnvægisvogina 2024, viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu til fyrirtækja sem stefna að
40/60 kynjahlutfalli í efsta sjtórnendalagi og hafa gripið til aðgerða til að ná því fram og haga ráðningum í stöður í samræmi við
þær.
Þegar heildarfjöldi stjórnenda er skoðaður út frá kynjahlutföllum er jafnvægi á milli kynja mjög gott, 48% karlar og 52% konur.
Stærsti hópur stjórnenda félagsins eru verslunarstjórar sem eru 61 talsins. Þegar litið er á kynjaskiptingu verslunarstjóra er
jafnvægi gott: 36% karlar, 62% konur og 2% kynsegin. Þá hefur verið lögð áhersla á að fjölga konum í efsta stjórnendalagi
félagsins sérstaklega og í dag er 67% framkvæmdastjóra kvenkyns.
Árið 2018 hlaut félagið jafnlaunavottun án athugasemda og fór félagið í gegnum sjöttu úttektina á jafnlaunakerfinu í október 2024 án athugasemda. Félagið hefur fengið hrós fyrir skilvirkt og gott kerfi sem er að skila markvissum árangri. Aðgerðir síðustu ára hafa skilað því að launamunur er vart mælanlegur eða 0,1%. Almennt viðmið er 5% en markmið Samkaupa er að vera ávallt
Áhætta á mismunun og áreitni:
Mismunum og áreitni á vinnustað hefur í för með sér verulega hættu fyrir bæði einstaka starfsmenn og félagið í heild. Skortur á fjölbreytni og þátttöku, ásamt tilvikum um mismunun eða áreitni, getur leitt til lagalegra afleiðinga, orðsporsskaða og eitraðs vinnuumhverfis. Þessi áhætta á sérstaklega við á fjölbreyttum og samtengdum vinnustöðum nútímans. Vegna þessa hefur félagið skýra jafnréttisáætlun og starfandi jafnréttisráð.
Mannréttindi
Samkaup leggja ríka áherslu á jafnrétti og mannréttindi. Framkvæmdastjórn Samkaupa hefur skuldbundið sig í allri stefnumótun til að stuðla að auknu jafnrétti og samþykkti jafnréttisáætlun sem er hluti af mannauðsstefnu félagsins. Jafnréttisstefna félagsins miðar að því að viðhalda góðu jafnvægi á milli kynjanna en einnig er lögð áhersla á jafnrétti þriggja hópa sem starfa innan Samkaupa. Þeir hópar eru starfsfólk af erlendum uppruna, starfsfólk með skerta starfsgetu og kynsegin starfsfólk.
Birgjar í viðskiptum við Samkaup samþykkja siðareglur þar sem þær ófrávíkjanleg krafa er að þeir tryggi að vörur sem seldar eru til Samkaupa séu framleiddar samkvæmt þeim lögum sem gilda hverju sinni hvað varðar aðbúnað starfsfólks, að mannréttindi séu virt og að húsnæði uppfylli kröfur og staðla vinnu- og heilbrigðiseftirlitsins. Birgjar Samkaupa skuldbinda sig til að styðja við beitingu á varúðarreglu í umhverfismálum og hafa frumkvæði til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfinu. Enn fremur styðja birgjarnir við aðgerðir sem sporna gegn hvers kyns spillingu og allri nauðungar-, þrælkunar- og barnavinnu.
Engir birgjar voru teknir í viðskipti á árinu sem ekki samþykktu siðareglur félagsins.
Spilling og mútur
Starfsfólk skrifstofu Samkaupa hefur skrifað undir siðareglur sem taka á spillingu og mútum en reglurnar voru samþykktar af stjórn félagsins árið 2017. Í öllum ráðningarsamningum frá árinu 2020 er starfsmönnum bent á að fylgja starfsreglum sem settar eru fram í handbók starfsfólks á innri vef félagsins. Handbókina er að finna á íslensku, ensku og pólsku.
Í samræmi við lög nr. 40/2020 um vernd uppljóstrara eru virkar verklagsreglur um uppljóstrun starfsfólks Samkaupa sem kveða á að starfsfólki Samkaupa er heimilt að greina frá upplýsingum eða miðla gögnum í góðri trú um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi félagsins til næsta yfirmanns, trúnaðarmanna eða beint til mannauðssviðs. Einnig getur starfsmaður miðlað til lögregluyfirvalda eða anarra opinberra eftirlitsaðila sem við eiga, t.d. umboðsmanns Alþingis, ríkisendurskoðanda og Vinnueftirlitsins.
Þegar mál eru tilkynnt innanhúss eru þau skráð í málaskrá félagsins og send áfram til rannsóknar hjá hlutlausum aðila utan félagsins. Haft verður samband við yfirvöld þegar það á við. Framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs tekur ábyrgð á erindum og meðhöndlun þeirra.
Öllum er unnt að koma ábendingum til félagsins á heimasíðu Samkaupa. Allar ábendingar eru skráðar og færðar til úrlausnar hjá
ábyrgðaraðila.
Mikil streita og of mikið vinnuálag getur haft skaðleg áhrif á geðheilsu starfsmanna, starfsánægju og almenna vellíðan. Starfsfólk sem glímir við langvarandi streitu getur fundið fyrir kulnun, sem getur leitt til aukinna fjarvista, minni framleiðni og meiri líkur á hárri starfsmannaveltu. Til að sporna við þessu hefur starfsfólk aðgang að velferðarþjónustu Samkaupa en í því felst allt að 6 tíma ráðgjöf hjá sálfræðingum, læknum eða öðrum sérfræðingum. Velferðarþjónustan hefur dregið úr starfsmannaveltu vegna.
Mikilvægismat
Samkaup hefur ekki látið gera formlegt mikilvægismat á starfsemi sinni en út frá eðli rekstrarins eru mikilvægustu þættir sjálfbærni þeir þættir sem snúa að félagslegum- og stjórnarháttum. Áhættumat hefur verið gert fyrir hverja verslun Samkaupa sem lýtur að reglugerðum Vinnu- og Heilbrigðiseftirlitsins fyrir matvöruverslanir.

Hjá Samkaupum gerum við hlutina á fyrirfram skilgreindan hátt. Við förum alla leið. Fyrir viðskiptavini okkar, starfsfólk og nærsamfélag: Til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Við erum með verslanir um allt land – sem tengja allt saman – og í stað þess að líta á ábyrgð sem kvöð höfum við gert hana að markmiði.
Breytum heiminum
Samkaup eru eitt öflugasta fyrirtækið á Íslandi, með einstakan hóp starfsmanna sem í sameiningu getur allt, segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar – og mannauðssviðs. „Hamingja, gleði og vinátta eiga heima á öllum vígstöðvum samfélagsins og ég tel þetta vera forsenda þess að fólki líði vel. Ef við hjá Samkaupum sköpum menningu þar sem ríkir jafnrétti og fordómaleysi, þá stígum við skref í rétta átt að því að skapa gott samfélag þar sem hamingja fólks er í fyrirrúmi.“
Gunnur bætir við: „Það er einlæg von okkar hjá Samkaupum að þessi víðtæka stefna og aðgerðir sem ráðist hefur verið í veki eftirtekt í samfélaginu og reynist öðrum fyrirtækjum hvatning til að fara sömu leið. Þannig vonumst við til að Samkaup verði jákvætt afl í samfélaginu og geti jafnvel tekið þátt í að breyta heiminum í vissum skilningi.“
Förum alla leið
„Það er spennandi vegferð framundan. Ég hlakka til að fylgja eftir stafrænni þróun og sjálfvirknivæðingu í þjónustu og starfsemi Samkaupa. Þá vil ég auka enn frekar áherslur okkar á samfélagslega ábyrgð og halda áfram að gera Samkaup að frábærum vinnustað,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa.
„Það er framlag okkar til fólks og samfélags sem hvetur okkur áfram. Þannig vinnum við og það skapar okkur sérstöðu, til dæmis með því að vera tæknilega fremst í verslunarháttum. Fyrirtækið okkar byggist á metnaði fólks sem leggur alltaf sérstaka áherslu á að bjóða upp á sem mest gæði og sífellt betri þjónustu á hverjum degi. Allt frá bændum til afgreiðslufólks er okkar sameiginlega markmið að gera ábyrga smásöluverslun að leiðinni til framtíðar. Ef það þýðir að við þurfum að fara skrefinu lengra, þá gerum við það.
Hjá Samkaupum förum við alla leið.“